Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 16. ágúst síðastliðinn var samþykkt að auglýsa til umsagna skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir nýtt baðlón og hótel ofan við Skansinn.

Það er fyrirtækið Lava Spring Vestmannaeyjar stendur að baðlónsverkefninu og hefur það gert viljayfirlýsingu um samstarfs við Vestmannabæ um verkefnið. Hönnun lónsins og bygginga eru á höndum Tark arkitekta.

Þjónustuhús og aðstaða. Mynd/T.ark arkitektar

Lónið sem staðsett er ofan og austan við Skansinn á Nýjahrauninu mun bjóða upp á fjölbreytta upplifun. En samkvæmt skipulagslýsingunni mun vera gert ráð fyrir stóru lóni, heitum pottum, gufuböðum og innbyggðum hraunhelli. Einnig verður þar að finna veitingasölu og aðra þjónustu. Í lýsingunni kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að þarna komi nýtt fimmtíu herbergja hótel.

Fram kemur að “Megin markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp aðlaðandi áfangastað á eynni með einstakri snertingu við náttúruperlur svæðisins.”

Áætlað byggingarmagn eru 1.000 fermetrar en lónið sjálft getur orðið allt að 1.400 fermetrar eins og fram kemur í gögnum. Mögulegt er svo að reisa hótel í tveimur byggingum sem staðsettar geta verið í hlíðinni við Skansinn. “Þar munu gestir upplifa óviðjafnanlegt útsýni þar sem hafið tekur yfir meirihluta sjóndeildarhringsins og sólin sest í hafið mestan hluta ársins,” stendur í skipulagslýsingunni. Hönnunin miðar af því að reyna raska eins litlu landi og kostur er og fella bygginguna að því landslagi sem Heimaeyjargosið 1973 gaf af sér. Gera má ráð fyrir að útsýnið úr lóninu er sagt mikilfenglegt þar sem að horft verður yfir bæinn, gengt Heimakletti og í átt að Eyjafjallajökli.

Skipulagslýsing er fyrsta skref aðalskipulagsbreytingar sem miðar af því að breyta landnýtingu fyrir reitinn frá gildandi aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar 2015-2035. Lýsingunni er ætlað að tilgreina helstu atriði breytingarinnar og tímaramma hennar. Gefst þá helstu umsagnaraðilum tækifæri á að gera athugasemdir, sjálf breytingin og nýtt deiliskipulag verður svo auglýst og samþykkt síðar.

Hér má nálgast myndband af hugmyndinni.

Baðlón
Lónið séð úr fjarska. Mynd/T.ark arkitektar