Stefnt er að bólusetningum barna í 7. -10. bekk í Vestmannaeyjum eftir hádegi þriðjudaginn 24. ágúst þetta kemur fram á facebook síðu Grunnskóla Vestmannaeyja þar ein einnig tekið fram að börnin verða að vera orðin 12 ára en nánari upplýsingar og boðun koma frá HSU. Samkvæmt heimasíðu HSU hófust bólusetningar grunnskólabarna 18. ágúst og stefnt sé að því að bjóða upp á bólusetningar fyrir sjöundu bekkinga sem ekki hafa náð 12 ára aldri síðar í haust.