Frá og með deginum í dag mun Krón­an af­nema grímu­skyldu í versl­un­um sín­um, en hún var sett á í lok júlí­mánaðar. Frá þessu grein­ir fyr­ir­tækið í til­kynn­ingu á facebook síðu sinni.

Þar kemur fram að sem fyrr eru viðskipta­vin­ir og starfs­fólk beðin um að huga ávallt að gildandi fjarlægðartakmörkum, sem nú eru 1 metri, og hvött til að nýta sér sótthreinsispritt sem er að finna víða í verslununum. Áfram verður lögð mikil áhersla á annars konar sóttvarnir í verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótthreinsispritts á milli afgreiðslna. Öllum sé einnig að sjálf­sögðu áfram vel­komið að bera grím­ur.