Ofsaveður gengur nú yfir Vestmannaeyjar vindhraði á Stórhöfða hefur farið í 57 m/s í hviðum. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja sagði í samtali við Eyjafréttir um hefðbundna haustlægð að ræða. “Við erum komin í rúmlega 20 útköll með 15 manns úti. Veðrið er að ganga niður núna veðrið. Í sumum tilfellum er ekkert hægt að gera eins og til dæmis á Eiðinu varð bara að lokað á meðan þetta gengur yfir. Annars er þetta er bara hefðbundið hingað og þangað um bæinn trampolín, skúrar, þakplötur og klæðningar.”

Í ljósi appelsínugulrar viðvörunnar á Suðurlandi hefur verið ákveðið að fella niður ferð Herjólfs seinni partinn í dag vegna ofsaveðurs og sjólags.