Mig langar að leiðrétta Jarl vin minn um ástæðu þess að ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það gerðist í tíð fyrrum dómsmálaráðherra Sigríðar Á Andersen eftir að ég var í stöðugu sambandi við hana vegna uppsögn yfirlögregluþjóns á Norð Vesturlandi af hálfu lögreglustjórans í því embætti. Uppsögnin var brot á samkomulagi sem gert var við yfirmenn þegar gömlu lögregluembættin í landinu voru lögð niður og ný stofnuð í kjölfarið. Allir ættu að halda sínum stöðum þar til kæmi að eftirlaunaaldri. Hún vildi ekki standa við það samkomulag og sagði að það kæmi sér ekkert við. Ég tók þetta mjög nærri mér því ég var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar breytingarnar áttu sér stað. Ekki á ég að þurfa að endurtaka þetta því mikil umfjöllun varð í fjölmiðlum vegna þessa og flestum kunn.

Orkupakkamálið hafði bara ekkert með uppsögn mína úr flokknum að gera. Endanleg ákvörðun mín var tekin eftir ótrúlegan vitleysisgang við ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu fyrir síðustu bæjarstjórnakosningar. Þá sá ég að þarna átti ég ekki heima lengur.

Varðandi fargjaldsbreytinguna, ég var að tala um hana en ekki samgöngusaming um rekstur Herjólfs, framkvæmdi Sigurður Ingi fljótlega eftir að hann varð samgönguráðherra. Hvort fyrri samgönguráðherra hafi gefið út viljayfirlýsingu um að breyta þessu að þá bara framkvæmdi hann það ekki heldur Sigurður Ingi og fyrir það er ég þakklátur.

Óska ég öllum velfarnaðar

Geir Jón Þórisson