Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti á fundi bæjarráðs í gær framvindu átaksins “Veldu Vestmannaeyjar”. Haft var samband við auglýsingastofuna Hvíta húsið um að móta hugmyndir og tillögur um átakið. Verkefnið verður unnið eftir þeim forsendum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Fulltrúar Hvíta hússins komu á fund bæjarráðs og fóru yfir hugmyndir og tillögur að framkvæmd átaksins.

Bæjarráð þakkaði kynninguna og samþykkir að halda átaksverkefninu áfram á þeim nótum sem kynntar voru bæjarráði af fulltrúum Hvíta hússins. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun halda bæjarráði upplýstu um framvindu verkefnisins.

Íbúafundur