Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip eru að koma með afla á fjöru getur þessi staða komið upp. Það var sem betur fer enginn hætta á fólki og ólíklegt að teljandi tjón hafi orðið á skipinu. En það er aldrei gott þegar þetta gerist sérstaklega við veðuraðstæður eins og í dag. Það þarf að dýpka reglulega innan hafnar á ákveðnum stöðum svo við lendum ekki í þessu.” Óskar Pétur tók meðfylgjandi myndir.