Skákkennsla TV í fullum gangi

myndin er tekin frá skákkennslu TV í febrúar sl. þegar Helgi Áss Gretarsson og Guðmundur Kjartansson skákmeistarar komu í heimsókn.

Taflfélag Vestmannaeyja hefur undanfarin ár haldið úti skákkennslu fyrir ungmenni í GRV í skákheimilinu að Heiðarvegi 9.   Skákæfingar eru alla mánudaag og fimmtudaga kl. 17:30- 18:30. Einnig er í gangi skákmótaröð fyrir krakka alla miðvikudaga kl. 17:30 á sama stað.  Leiðbeinendur eru Sæmundur Einarsson og Guðgeir Jónsson stjórnarmenn í TV ásamt Eyþór Daða Kjartanssyni. Njóta þeir einnig aðstoðar Sæþórs Inga Sæmundarsonar, en hann er ungur og efnilegur skákmaður og er einn 18 keppenda frá Íslandi sem tók þátt í Evrópukeppni ungmenna í netskák um síðustu helgi. Bakhjarlar skákkennslu TV eru Vinnslustöðin og Vestmannaeyjabær. Engin mótgjöld eru á skákkennslu og allir krakkar velkomnir.

Mest lesið