Eld­ur kom upp í vél­ar­rúmi í fiski­skips­ins Vest­manna­eyja á fimmta tím­an­um í dag. Skipið, sem staðsett var 30 míl­ur suðaust­ur af landi, var á leið í land til Nes­kaupsstaðar til lönd­un­ar með full­fermi. Sam kvæmt frétt á vef mbl.is er skipið orðið raf­magns­laust en skipið Ber­gey VE dreg­ur það nú í land. Skip­verji á Ber­gey-VE seg­ir í sam­tali við mbl.is þetta vera það versta sem geti gerst á skipi. „Þetta er það versta sem skeður. Það er drunga­legt að verða núna og það er slökkt á öllu og allt raf­magns­laust hjá þeim. Skipið kóln­ar hratt og ekki hægt að elda mat.“

Áhöfn Ber­geyj­ar varð ekki vör við eld er þau komu að Vest­manna­ey. Bú­ist er við að skip­in verði kom­in að landi á milli tvö og þrjú í nótt.