Fá ekki að byggja bílskúr í frístundabyggð

0
Fá ekki að byggja bílskúr í frístundabyggð
Skjáskot af kortavef Vestmannaeyjabæjar.

Hópur lóðarhafa í frístundarbyggð við Ofanleiti sendi erindi til Umhverfis og skipulagsráðs þar sem óskað var eftir breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Áskorun hópsins má sjá hér að neðan:

“Áskorun til bæjaryfirvalda

Við undirritud íbúar og eigendur húsa og lóða við Ofanleitisveg óskum eftir breytingu á skipulagi því sem gert var 1996 að við teljum. Deiluskipulagið er orðið gamalt og ekki í takt við það sem er í dag. Óskum eftir að leyfðar verði stærri byggingar og / eða aukahús t.d. bílskúr. Bílskýli gengur ekki hér allt árið vegna veðurs þegar verst lætur.”

Í niðurstöðu ráðsins um málið segir að ráðið geti ekki orðið við erindinu.

Fyrirspurn breyting á deiliskipulagi við ofanleitisveg.pdf