ÍBV tekur á móti Aftureldingu í Olís deild karla í kvöld. Afturelding vann ÍBV í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í haust en liðin sitja sem stednur í fimmta og sjötta sæti deildarinnar með átta stig hvort en ÍBV hefur leikið einum leik færra. Flautað verður til leiks í íþróttammiðstöðinni klukkan 18:30. Áhorfendum er bent á reglur varðandi framkvæmd æfinga og keppni HSÍ og KKÍ sem tóku gildi í gær og má sjá hér að neðan þau atriði sem snúa að áhorfendum.

Heimilt er að hafa að hámarki 500 áhorfendur í hverju rými á íþróttaviðburðum að
uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
• Allir gestir séu skráðir í númeruð sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráin skal
varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
• Allir gestir noti andlitsgrímu (sem hylji nef og munn), þar sem ekki er hægt að virða 1
metra nándarmörk, nema þegar neytt er drykkjar- eða matar.
Þrátt fyrir 1 metra reglu er heimilt að sitja í hverju sæti að því gefnu að áhorfendur beri
andlitsgrímur.

Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu, fjölda- og nálægðartakmörkunum.
Áhorfendasvæði skal vera aðskilið öðrum svæðum og enginn samgangur á milli svæða/rýma ef skipt er upp í rými vegna fjöldatakmarkana.