Sigurður VE fjölveiðiskip Ísfélagsins þurfti að snúa aftur til hafnar rétt eftir brottför frá Vestmannaeyjum þar sem vart var við leka um borð í skipinu samkvæmt heimildum Eyjafrétta.

Töluverður viðbúnaður var þegar skipið kom rétt í þessu og var meðal annars lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll mætt á staðinn þegar Sigurður kom að bryggju. Ekki hefur náðst í fulltrúa frá Ísfélaginu til að fá staðfest hvað kom uppá.

Uppfært 13:05

“Þeir urðu varir við sjó í dælurými. Þá var ekkert annað að gera en að snúa við og fá dælubúnað úr landi enda erfitt að gera sér grein fyrir umfangi svon strax. Við fyrstu athugun virðist búnaður hafa sloppið við skemmdir og leit stendur yfir af orsökum,” sagði Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir. “Það er frábært að fá svona viðbrögð og aðstoð úr landi og það ber að þakka og undirstrikar mikilvægi þessara viðbraðsaðila fyrir okkur hérna í Vestmannaeyjum.”

Fréttin verður uppfærð