Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í gær fyrstu aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu til 2030. Þetta er fyrsta áætlun af þremur en í henni eru níu aðgerðir í forgangi 2021-2024:
Heildstæð skólaþjónusta byggð á þrepaskiptum stuðningi sem styður við nám og farsæld barna og ungmenna.
Skólaþróun um land allt.
Markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Fjölgun kennara með leyfisbréf.
Hæfni fagstétta í skólastarfi.
Gagnrýnin hugsun, sköpun og skilningur.
Mótun hæfnistefnu Íslands í virku samráði.
Raddir ungs fólks-virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum.
Vönduð náms- og kennslugögn fyrir allt menntakerfið.

Ráðið þakkaði kynninguna, menntastefnuna má sjá hér að neðan.
Menntastefna_2030_fyrsta adgerdaráætlun.pdf