ÍBV var í pottinum þegar dregið var í 16 liða úrslit EHF European Cup. En stelpurnar léku gegn AEP Panorama í EHF European Cup um liðna helgi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð með afgerandi sigri. ÍBV dróst á móti Sokol Pisek frá Tékklandi.
Fyrirhugað er að fyrri leikurinn verði leikinn í Tékklandi helgina 8.-9. janúar og sá síðari heima viku síðar. Endanlegt fyrirkomulag liggur ekki fyrir.