Vegna takmarkana er enn á ný ekki hægt að hafa hefðbundna athöfn við tendrun jólaljósanna á trénu okkar. Kveikt verður á jólatrénu á Stakkó föstudaginn 26. nóvember kl 17:00. Nokkrir meðlimir Lúðrasveitar Vestmannaeyja munu spila tvö jólalög og Arna Huld Sigurðardóttir, formaður fræðsluráðs mun segja nokkur orð.

Ungur drengur fæddur á jóladag, Christian Leó Gunnarsson ætlar svo að kveikja á ljósunum á trénu. Þeir sem vilja fylgjast með þessum stutta viðburði á Stakkó vinsamlega gætið að eigin sóttvörnum og virðið þær takmarkanir sem eru í gildi.

Flestar verslanir eru með opið til kl 22:00 á svörtum föstudegi og til kl 15:00/16:00 á laugardag og bjóða afslætti vegna svarts föstudags. Mælum með að skoða jólatréð um helgina og kíkja í búðir.