Vegna stöðu COVID-19 í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í dag (1. sunnudagur í aðventu). Hins vegar var örhelgistund birt á Facebook-síðu Landakirkju líkt og í fyrri bylgjum COVID.
Prestar Landakirkju hvetja alla til að kveikja á fyrsta kerti aðventukransins á sunnudaginn og nýta aðventuna til að íhuga komu frelsarans og merkingu þess fyrir okkur sjálf og samfélagið allt. “Guð gefi okkur öllum gleðilega og vonarríka aðventu,” segir í tilkynningu frá Landakirkju.