Öryggismál Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram minnisblað um vinnuverndarstarf innan Vestmannaeyjabæjar. Í minnisblaðinu er lagt til að skipaðir verði þrír öryggisverðir, sem saman mynda öryggisstjórn. Jafnframt er lagt til að hver vinnustaður kjósi sér 1-2 öryggistrúnaðarmenn, eftir stærð stofnana og að öryggisstjórnin verði í reglulegum samskiptum við öryggistrúnaðarmenn um starfsaðstæður. Jafnframt að stuðla að því að lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sé fylgt.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóra að skipa umrædda öryggisverði og sjá til þess að hjá stofnunum bæjarins verði skipaðar öryggistrúnaðarmenn.

Minnisblað um fyrirkomulag öryggisvarða og öryggistrúnaðarmanna.pdf