Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð út að kvöldi fimmtudagsins 2. desember að veitingastaðnum Einsa kalda vegna ölvaðs manns sem þar var með leiðindi og var að ógna gestum og starfsfólki. Þetta staðfesti lögreglan í Vestmannaeyjum við Eyjafréttir. Auk þess olli maðurinn skemmdum á húsmunum. Hann var í framhaldi af því handtekinn og fékk að gista fangageymslu lögreglu. Málið er í rannsókn.