Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið stöðu mála er varðar nýbyggingu við Hamarsskóla og hlutverk byggingarnefndar fyrir bæjarráði. Búið er að vinna að þarfagreininingu og er unnið að undirbúningi forhönnunar. Hallur Kristvinsson arkitekt hefur sent drög að húsrýmisáætlun sem verið er að vinna. Að lokinni forhönnun er hægt að hefja verkfræðihönnun og í framhaldinu vinnu við útboðsgögn. Fulltrúar bæjarráðs munu sitja í byggingarnefnd og þeir fagaðilar kallaðir til eftir þörfum. Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og samþykkti að virkja byggingarnefndina.