Meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni voru þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Vestmannaeyjar. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sátu fund með lögmönnum Vestmannaeyjabæjar í málinu og Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss sem vinnur að gagnaöflun. Farið var yfir stöðu málsins en gagnaöflun gengur vel og unnið er að bréfi til nýs fjármálaráðherra þess efnis að hann falli frá öllum kröfum um þjóðlendur í Vestmannaeyjum sem fram komu í fyrri kröfulýsingu.

Fjármálaráðuneytið vinnur að nýrri kröfulýsingu fyrir svæði 12.