Grun­ur er um að smit sé komið upp enn eina ferðina um borð í tog­ar­an­um Ber­gey VE. Skipið er komið til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um og er gert ráð fyr­ir að sýna­taka fari fram í dag. Þetta herma heim­ild­ir 200 mílna. Stutt er frá því að stöðva þurfti veiðar þegar skip­verj­ar reynd­ust smitaðir í des­em­ber.

Bergey hélt til veiða á miðnætti á nýársdag og kom til hafnar í Vestmannaeyjum með fullfermi eða um 80 tonn í gærkvöldi löndun lauk í morgun.

Arn­ar Rich­ards­son, rekstr­ar­stjóri Bergs Hug­ins, seg­ir sam­tali við blaðamann 200 mílna að grun­ur hafi vaknað um smit. „Þetta er ekki staðfest smit, einn er grunaður og hann þarf bara að fara í sýna­töku. Við tefl­um ekk­ert á tvær hætt­ur í þessu þessa dag­ana.“

Nokk­ur bræla hef­ur verið á miðunum og veður­horf­ur eru versn­andi að sögn Arn­ars. Fari allt að ósk­um held­ur skipið til veiða á ný þegar veður geng­ur niður síðar í vik­unni.