Nýbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á húsnæði hafa verið áberandi í Vestmannaeyjum síðustu ár og hafa víða glatt augað. Einn er sá verktaki sem hefur komið inn á fasteignamarkaðinn í Vestmannaeyjum eins og myndarleg vetrarlægð og látið víða til sín taka og er hvergi nærri hættur. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Kristján Ríkharðsson sem er í daglegu tali í Eyjum líklega best þekktur í tengslum við fyrirtæki sitt, Skuggi. Kristján ásamt eiginkonu sinni Margréti Skúladóttir Sigurz hlýtur viðurkenningu fyrir framtak ársins í Vestmannaeyjum. Við settumst niður með Kristjáni fyrir nýjasta tölublað Eyjafrétta og ræddum það hvernig verkefnaskortur á fótboltamóti varð upphafið af ævintýrum þeirra í Vestmannaeyjum.