Í lok síðustu viku kom í ljós að dýpi er ekki nægilegt í Landeyjahöfn. Dýpið var mælt laugardaginn síðasta, 15.janúar, en ekki hefur tekist að dýpka af viti að svo stöddu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi. Unnið verður að dýpkun sem kostur er meðan fært er. Það sem ræður mestu um það er ölduhæðin og síðan einnig öldulengdin. Þannig geta stundum verið þær aðstæður að veðrið er gott en aldan áfram mikil sem kemur í veg fyrir að dýpkunarskipið geti afhafnað sig.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt en að sjálfsögðu verður siglt til Landeyjahafnar sé færi á. Það er háð ölduhæð, öldulengd,veðri og nú einnig sjávarföllum.