Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í gærkvöldi eftir þá ferð er ljóst að ekki er hægt að halda áfram siglingum þangað nema dýpkun hafi farið fram. Frá því mæling á dýpinu var gerð sl. laugardag hefur sandburður aukist verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Dýpkunarskipið Dísa er að störfum uppi Landeyjahöfn þegar þetta er ritað.