Björgunarfélag Vestmanneyja hefur sinnt fjórum verkefnum í það sem af er degi vegna foktjóna víðs vegar um bæinn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins sagði að um minniháttar tjón væri að ræða. “Við vorum ræstir út rétt fyrir ellefu og síðustu menn voru komnir í hús núna fyrir hálf tvö. Samkvæmt spám er það versta gegnið yfir en við verðum í viðbragðsstöðu eitthvað fram eftir degi.”

Herjólfur hefur fellt niður báðar ferðir dagsins vegna veðurs en meðal vindhraði á Stórhöfða klukkan ellefu náði 34 m/s og 46 m/s í hviðum.