Ásmundur býður sig fram fyrir Rangárþing ytra

0
Ásmundur býður sig fram fyrir Rangárþing ytra
Ásmundur Friðriksson alþingismaður

„Tæki­færið er spenn­andi og ég gaf mínu fólki fyr­ir aust­an lof­orð um að bjóða mig fram sem sveit­ar­stjóra­efni. Frest­ur renn­ur út um miðjan fe­brú­ar og að óbreyttu fer ég í fram­boð,“ seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í samtali við Morgunblaðið. Hann hef­ur að und­an­förnu verið stíft orðaður við hugs­an­legt fram­boð á lista sjálf­stæðismanna í Rangárþingi ytra, sem vænt­an­lega geng­ur eft­ir. Mun þá setja stefn­una á odd­vita­sætið og þar með starf sveit­ar­stjóra, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur löng­um átt mikið fylgi meðal kjós­enda á þess­um slóðum.

Rangárþing ytra spann­ar svæðið milli Eystri-Rangár og Þjórsár; frá fjöru og inn á fjöll. Í sveit­ar­fé­lag­inu búa nú 1.880 manns, þar af um 940 manns á Hellu. Sveit­irn­ar þarna eru – í gróf­um drátt­um sagt – Þykkvi­bær, Holt og Landsveit, Rangár­vell­ir og Heklu­bæ­ir og þar var Ásmund­ur á ferð um helg­ina. Ræddi við fólk um lands­ins nauðsynj­ar og verk­efn­in fram und­an.

Finnst nauðsyn­legt að hitta mitt fólk
„Ég kann vel við mig hér í Rangárþingi ytra og ég á hér vini á nán­ast öðrum hverj­um bæ. Kon­an mín, Sig­ríður Magnús­dótt­ir, er frá Lyngási, skammt frá Hellu og hér í sveit eig­um við sum­ar­hús. Á þess­um slóðum á ég trausta stuðnings­menn og góða vini,“ seg­ir Ámund­ur þegar blaðamaður mbl hitti hann á laug­ar­dag­inn í sölu­skál­an­um við Land­vega­mót. Hann var þá á ferðalagi um svæðið og heilsaði upp á fólk.

Fyr­ir skemmstu fluttu Ásmund­ur og kona hans lög­heim­ili sitt að Árbæj­ar­hjá­leigu í Holt­um. „Mér finnst nauðsyn­legt að hitta mitt fólk og heyra hvernig landið ligg­ur. Ég finn að fólk hér hef­ur til dæm­is tekið blóðmera­málið svo­kallaða mjög nærri sér og er sært. Við slík­ar aðstæður er mik­il­vægt að taka utan um sam­fé­lagið og vinna að sátt. Í Rangárþingi ytra bíða svo mörg spenn­andi verk­efni, svo sem stækk­un grunn­skóla, græn at­vinnu­upp­bygg­ing og fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un fara von­andi í gang á ár­inu með til­heyr­andi af­leidd­um störf­um og þjón­ustu. Mik­il­vægt er að skjóta fleiri stoðum und­ir at­vinnu­lífið og sveit­ar­fé­lagið þarf að vera í stakk búið til að mæta fjölg­un íbúa og fleiri fyr­ir­tækj­um. Skipu­lag fyr­ir at­vinnust­ar­semi og íbúðarbyggð þarf að fela í sér fleiri tæki­færi,“ seg­ir Ásmund­ur.

Nán­ar er rætt við Ásmund í Morg­un­blaðinu í dag.