Rauð viðvör­un vegna veðurs hef­ur verið gef­in út fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa. Hún tek­ur gildi klukk­an 4 í nótt.

Viðvör­un­in gild­ir til klukk­an 8.30.

„Suðaust­an 23-30 m/​s með snjó­komu og skafrenn­ingi en slyddu næst sjáv­ar­síðunni. Hvass­ast í efri byggðum höfuðborg­arvsæðis­ins og á Kjal­ar­nesi. Mikl­ar lík­ur á foktjóni og ófærð inn­an hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá laus­um mun­um. Verk­tök­um er bent á að ganga vel frá fram­vkæmda­svæðum,“ seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar um veðrið sem er framund­an á höfuðborg­ar­svæðinu.

Ann­ars staðar á land­inu hef­ur app­el­sínu­gul viðvör­un verið gef­in út.

Aðgerðastjórn Almannavarna Vestmannaeyja sendir frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær.