Mikið tjón varð á 17. teig á golfvellinum í Vestmannaeyjum í veðurofsanum sem gekk yfir landið í síðustu viku. Eins og sést á eftirfarandi myndum hrifsaði sjórinn stóran hluta af teignum í burtu.

Sautjánda holan er talin ein fallegasta par 3 hola landsins. Hún mælist 133 metrar af öllum teigum en teigurinn liggur við Kaplagjótu. Upphafshöggið er slegið yfir Atlantshafið þar sem þú verður að drífa inn á flöt, annars er voðinn vís. 17. holan er einskonar einkennishola Vestmannaeyjavallar. “Við tekur mikil uppbygging en ljóst er að verkefnið verður stórt.” segir í færslu á facebook síðu GV þaðan sem meðfylgjandi myndir eru fengnar.