Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa sinnt tveimur útköllum það sem af er degi en í báðum tilfellum var um foktjón að ræða. Arnór Arnórsson formaður félagsins segir veður tekið að lægja eins og spár gerður ráð fyrir. En meðal vindhraði náði 36 m/s og 45 m/s í hviðum. Arnór hvetur fólk til að fara varlega því víða er flughált og fallhætta því töluverð í hviðum.