Herjólfur sendi frá sér tilkynningu þar sem farþegum er bent á að eins og staðan er núna eru bæði Heiðin og Þrenslin lokuð. “Farþegar þurfa því að keyra suðurstrandarveginn til þess að komast til og frá Þorlákshöfn. Ferðin kl. 10:45 hefur verið seinkað til 11:15 frá Þorlákshöfn. Biðlum við til farþega að leggja tímalega af stað og fara varlega.”