Spjaldtölvuinnleiðing Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu áfundi fræðsluráðs á mánudag. Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri, kynnti stöðuna á spjaldtölvuinnleiðingu GRV. Markmiði um tæki á nemanda hefur verið náð sem er afar ánægjulegt. Þá sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefni eru fjölbreyttari.

Í niðurstöðu sinni þakkar ráðið kynninguna og fagnar þeim áfanga að tæki á nemanda hafi verið náð. Ráðið þakkar einnig öllum þeim sem hafa komið að innleiðingunni fyrir vel unnin störf.