Breyting hefur verið gerð á áætlun Herjólfs og því breytist seinni ferðin á leið 52 frá og með 1. mars. Frá þessu var greint á vef strætó.

Virkir dagar:
Í stað þess að aka frá Mjódd kl. 17:38  þá verður ekið kl. 17:45.  Áætluð koma í Landeyjahöfn er kl. 20:03.
Í stað þess að aka frá Landeyjahöfn og í Mjódd kl. 19:55  þá verður ekið kl. 20:40.

Laugadagar og sunnudagar
Í stað þess að aka frá Mjódd kl. 15:05 þá verður ekið kl. 15:15.  Áætluð koma í Landeyjahöfn er kl. 17:38.
Í stað þess að aka frá Landeyjahöfn og í Mjódd kl. 17:26  þá verður ekið kl. 18:00.

Safnahús KRÓ

Ef Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn

Ef Landeyjahöfn er lokuð, þá ekur leið 52 ekki lengra en til og frá Hvolsvelli. Ef Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn þá mun aukavagn merktur Herjólfi aka á milli Mjóddar og Þorlákshafnar skv. eftirfarandi áætlun:

Brottför frá Mjódd 09:00
Brottför frá Mjódd 17:30

Aukavagninn ekur frá Þorlákshöfn og í Mjódd þegar allir farþegar Herjólfs eru komnir frá borði.