Í tilefni af 100 ára afmæli kvenskátahreyfingarinnar á Íslandi verður dagskrá í Safnahúsi tileinkuð skátastarfi. Boðið verður upp á súpu og brauð og félagar úr skátafélaginu Faxa taka nokkur skátalög.

Sigrún Þorsteinsdóttir og dótturdóttir hennar, Eva Sigurðardóttir, sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í alþjóðamóti skáta með 62 ára millibili segja frá ferðum sínum og upplifunum í máli og myndum.

Ungir skátar segja frá skátastarfinu í dag og næsta alþjóðamóti skáta sem haldið verður árið 2023. Einnig fer fram skátavígsla á vegum skátafélagsins Faxa. Hlökkum til að sjá sem flesta.