Helga Sigrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, læsisfræðingur og aðstoðarkona hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar kynnti fyrstu niðurstöður úr mælingum í tengslum við Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið.
Stöðumatspróf sem metur þekkingu nemenda í 1. bekk á bókstöfum/hljóðum, lestur orða og setninga var lagt fyrir í september og janúar. Verulegar framfarir eru á milli fyrirlagna. Í september lásu 58,3% nemenda orð og 29,2% setningar en í janúar gátu 93,8% lesið orð og 78,3% setningar.

Í niðurstöðu um málið þakkar ráðið kynninguna og lýsir yfir ánægju með fyrstu niðurstöður mælinga. Ráðið hlakkar til að fylgast með frekari framvindu verkefnisins.

Meirihluti E- og H- lista fagnar í bókun sinni, þeim mikla krafti og metnaði sem er í öllu skólasamfélaginu í Vestmannaeyjum, sem meðal annars kemur fram í rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann. Stefnan er að vera í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Þetta öfluga starf verður ekki til án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs