Kveikjum neistann rannsóknar- og þróunarverkefnið við Grunnskóla Vestmannaeyja er byggt á sterkum rannsóknum og kenningum virtra fræðimanna um nám og færniþróun. Það er Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ, með aðkomu SA, sem leiðir verkefnið en þar er prófessor Hermundur Sigmundsson ábyrgðarmaður. Nú liggja fyrir niðurstöður í lestrarfærni og það má með sanni segja að nú sanni aðferðafræðin sig annað árið í röð.

98% barnanna í 1. bekk geta nú lesið orð sem er mjög góður grunnur. Þá er eitt af markmiðum verkefnisins að 80% nemenda tejist læsir við lok 2. bekkjar og það náðist. Til þess að meta það komu lestrarfræðingar, kennarar og fleiri að gerð prófs sem nefnist LÆS sem felst í lestri á aldurssvarandi texta og því að geta svarað spurningum honum tengdum. LÆS kom vel út úr áreiðanleikamati en það var lagt fyrir rúmlega 400 nemendum víðsvegar um landið í þeim tilgangi að leggja mat á prófið sjálft.