Sýningin Ertu héðan? opnaði á laugardaginn í KFUM&K húsinu og í tengslum við hana stendur sýningarstjórinn, Vala Pálsdóttir, fyrir göngu um slóðir myndlistarkonunnar Júlíönu Sveinsdóttur. Fyrirhuguð ganga á fimmtudaginn verður færð á föstudaginn langa á sama tíma kl. 11. Spá fimmtudagsins gerir ráð fyrir sterkum vindi og mikill úrkomu og því hefur verið brugðið á það ráð að færa gönguna. Gönguferðir verða því á föstudaginn langa og Páskasunnudag kl. 11.

Vala mun ganga um slóðir Júlíönu og velta upp áhrifaþáttum og mótun umhverfis á myndlist hennar. Gönguferðin hefst í KFUM-húsinu kl. 11 og mun taka um klukkustund og endar við Safnheima. Húsið opnar kl. 10:45 fyrir þá sem vilja nýta tækifærið og skoða sýninguna. Allir velkomnir.