Dagana 13-24 apríl ætlar Vestmannaeyjabær að framkvæma skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélagsins.

Þú getur haft áhrif!
Upplýsingar sem safnast í þessari könnun verða notaðar við mótun umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt og deila skoðunum sínum og hugmyndum um hvernig Vestmannaeyjabær getur bætt áhrif sveitarfélagsins á umhverfið. Við erum öll hluti af umhverfinu og getum lagt okkar að mörkum. Því er mikilvægt að sem flestir bæjarbúar taki þátt í að móta umhverfis- og auðlindastefnu Vestmannaeyjabæjar sem er meginforsenda þess að ná árangri og draga úr áhrifum á umhverfið. Þátttakendur geta svarað könnuninni á íslensku, pólsku eða ensku.

Hér getur þú nálgast könnunina semtekur um 10-15 mínútur að ljúka

Einnig má finna link á upptöku afíbúafundi um umhverfis- og auðlindamála hér

Taktu þátt! Þín skoðun skiptir máli.

Ekki þarf að svara öllum spurningunum til að ljúka könnuninni.