Á fundi umhverfis og framkvæmdarsviðs fór framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir fyrirhugaðrar uppbyggingar rafhleðslustöðva og samstarfs sumarið 2024.

Vestmannaeyjabær hefur hlotið styrki fyrir upsetningu hleðslustöðva við stofnanir bæjarins og ákveðna ferðamannastaði. Auk þess er til skoðunar að setja upp varanlegar hraðhleðslustöðvar. Lögð eru fram drög að forgangsröðun að uppsetningu hleðslustöðva.

Samstarfsverkefni er við Orku Náttúrunnar á uppbyggingu á hverfahleðslu sem er í samræmi við umhverfis- og auðlindastefnu Vestmannaeyjabæjar. Allir mögulegir og áhugasamir samstarfsaðilar eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir/umsóknir.

Ráðið þakkar kynninguna og felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.