Það er furðulegt að bæjarstjóraumræðan skuli fá meiri umræðu heldur en stefnuskrá framboðanna hér í Eyjum.
Bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri bæjarins, sem framkvæmir og fylgir eftir samþykktum, því sem pólitískir stjórnendur bæjarins samþykkja. Hann er ekki með atkvæðisrétt í bæjarstjórn nema að hann sé pólitískt kjörinn.

Ef við skoðum söguna:
Árið 1986 voru m.a. feður frambjóðenda á lista H listans og E listans, þeir Ragnar Óskarsson og Guðmundur Þ.B. Ólafsson í bæjarstjórn. Þá var aulýst eftir bæjarstjóra og Arnaldur Bjarnason, ráðinn, en hann var ekki búsettur í Eyjum.
Árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 6 bæjarfulltrúa af níu. Þá var enginn með bæjarstjóraefni í þeim kosningum. Ég var síðan ráðinn í starfið og var bæjarstjóri í 12 ár.
Árið 2018, var Elliði Vignisson bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, en H listi og E listi voru ekki með bæjarstjóraefni.
Árið 2022 virðast andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gera það að aðalmáli kosninganna.

Ég veit að það verður vandað til verka við ráðningu bæjarstjóra ef Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í kosningunum í dag.

Safnahús KRÓ

Eigum við ekki að snúa okkur að aðalmáli dagsins:
Hverjum treystum við best til þess að stjórna BÆNUM OKKAR , fram á veginn því hér eigum við öll heima

Guðjón Hjörleifsson
fyrrverandi bæjarstjóri