Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin.

Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar hans sjónrænu minningar miðast við fyrstu 15 æviár hans. Allir vinir hans séu til dæmis enn 14 ára í hans huga og draumar hans eiga sér bara stað í Vestmannaeyjum.

Þegar blaðamður spyr hann hvernig honum gangi að starfa á veitingastað og bar, segir Beggi að umhverfishljóðin segi honum allt, hann veit hvenær gestur í sal er um það bil að klára bjórinn sinn. Beggi er ekki lengi að láta renna í nýtt glas fyrir sína fastagesti. Hann segir að talan 16 sé töfratalan við að láta fylla bjórglasið rétt.

Þetta kemur fram á vef The Reykjavík Grapevine og myndin er einnig fengin þaðan.