Einn af hápunktum sjómannadagshátíðarinnar er þegar sjómenn eru heiðraðir af stéttarfélögunum, Sjómannafélaginu Jötni, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi og Vélstjórafélaginu við hátíðarhöldin á Stakkagerðistúni.

Það kom í hlut Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambandsins og fyrrverandi formanns Jötuns að afhenda viðurkenningarnar. Sigurður Sveinsson var heiðraður af Jötni, Hjálmar Guðmundsson af Vélstjórafélaginu og fjórir synir Óskars Matthíassonar á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans voru heiðraðir af Verðanda, þeir Matthías, Sigurjón, Kristján og Leó, skipstjórar og útgerðarmenn. Þá heiðraði sjómannadagsráð Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir áralanga aðstoð og störf með ráðinu.

Á myndinni eru Valmundur, Sigurður, Hjálmar, Jóhanna, Matthías, Sigurjón, Kristján og Leó.

 

Fjölmenni var á Stakkó í björtu og fallegu veðri á Sjómannadaginn