Hátíðarhöld í Vestmannaeyjum á sjómannadag 3. júní 1973 voru látlaus enda eldgosið enn í gangi og allt á kafi í vikri. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem þá var gjaldkeri Sjómannadagsráðs, segir Jóhannes Kristinsson formaður ráðsins hafi verið mjög ákveðinn í athöfnin við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða félli ekki niður. Tvær leiguflugvélar flugu með Jóhannes, Einar J. Gíslason (föður undirritaðs), systurnar Hrefnu og Ingibjörgu Guðnadætur, sem sungu við athöfnina, og fleiri til Eyja. Þess geta Hrefna er móðir stórsöngvarans Páls Rósinkranz og Ingibjörg systir hennar bjó hér eftir gos þegar hún og þáverandi maður hennar, Gunnar Þorsteinsson, ráku verslunina Virkni við Strandveg. Ingibjörg var þá í Samkór Vestmannaeyja og söng einsöng með kórnum

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja kom ekki út 1973 en árið eftir kom út blað fyrir árin 1973 og 1974. Þar segir um dagskrá sjómannadagsins 1973: Af eðlilegum orsökum voru ekki hátíðahöld í Vestmannaeyjum á sjómannadaginn vorið 1973. Eldgosið var þá enn í gangi, og aska og vikur yfir mikinn hluta bæjarins.

tilhlutan Sjómannadagsráðs var vikur hreinsaður frá minnisvarða drukknaðra og hrapaðra og var lagður blómsveigur minnisvarðanum. 

Greinina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Eyjafrétta (14. tbl.).