Mikil ólga hefur verið í kringum handboltadeild ÍBV síðustu daga og á þessari stundu er alls óvíst hvernig þessi hraða og harkalega atburðarás muni enda.

Grétar Þór fráfarandi formaður handknattleiksdeildar var í samtali hjá handbolti.is

„Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni nýtt félag. Við gætum þá fengið aðra hverju þjóðhátið. Ég hugsa að það geti orðið farsælasta lausnin, það er að kljúfa félagið, og kveðja samstarf sem er harla lítils virði eins og sakir standa,“ segir Grétar Þór í samtali við handbolti.is.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs