Klukkan fimm í dag er Ísleifur VE væntanlegur með 700 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni austur af landinu.

Áður höfðu Ísleifur og Huginn VE, sem báðir eru í eigu Vinnslustöðvarinnar leitað að makríl á svæðinu við Eyjar en lítið fundið. Þetta er því fyrsti alvöru makrílfarmurinn sem berst til Eyja á þessari vertíð. Aflinn fer í vinnslu í Vinnslustöðinni og er verkaður til manneldis.