Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð.

Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar.

„Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind.

Þetta kemur fram á íþróttavefnum Vísir.is

Eyjafréttir tóku hús á Sólveigu og Þorvaldi áður en mótið hófst og sögðust þau ekkert stressuð að vera á hliðarlínunni.

Nei, það er bara tilhlökkun og eftirvænting að vera á hliðarlínunni, því stærri leikir því skemmtilegra. Við ætlum að vera í Englandi og sjá fyrstu tvo leikina og við metum möguleika Íslands bara nokkuð góða, segja þau. 

Viljið þið spá fyrir um úrslit?
„Við spáum 1-1 jafntefli á móti Ítalíu, við erum ekki komin með tilfinninguna fyrir úrslitum í Frakklandsleiknum ennþá. Áfram Ísland! kant

Foreldrar Berglindar styðja þétt við bakið á henni á stórmótum og mikilvægum leikjum.