Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 19:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 18:15.

Þetta er lokalekur Íslands í riðlinum og sá erfiðasti, Frakkaliðið er mjög sterkt og þeim hefur verið spáð sigri á mótinu.

Þó gæti 0-0 jafntefli eða tap dugað Íslandi til að komast upp úr riðlinum, en það veltur á öðrum leikjum riðilsins. Ef leikur Belga gegn Ítölum fer 0-0 þá kemst Ísland áfram á flestum mörkum skoruðum í innbyrðis viðureignum.

Ísland gæti tæknilega séð tapað 10-0 í kvöld en samt farið áfram ef hinn leikurinn endar markalaus. Við vonumst því eftir engum mörkum í leik Belgíu og Ítalíu í kvöld.

ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði belgíska liðið og það ítalska.

Ef stelpurnar okkar komast áfram, þá er ljóst að við mætum liði Svíþjóðar í átta-liða úrslitunum.

Tölfræði fengin á vef fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolti.net