Herjólfur III er nú lagður af stað í fyrstu ferð sína frá Vestmannaeyjum í dag rúmum fimm klukkutímum á eftir áætlun. Vélarbilun kom upp í skipinu í morgun og unnið hefur verið að viðgerðum það sem af er degi. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi þá verður áætlun dagsins sem hér segir.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:15 (Áður 07:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 13.00 (Áður 09:00)
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 (Áður 11:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 16:00 (Áður 12:30)
Brottför frá Vestmanneyjum kl. 17:15 (Áður 14:00)
Brottför frá Landeyjahöfrn kl. 18:15 (Áður 15:30)
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 19:15 (Áður 17:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15 (Áður 19:00)
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 21:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 22:30

Það er vissulega bagalegt þega samgöngur við Vestmannaeyjar liggja niðrir með öllu því ekki er öðrum leiðum fyrir að fara. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum það sem af er degi og ljóst að fólki er mikið niðri fyrir með þá stöðu sem uppi er í samgöngumálum við Vestmannaeyjar.