Lögð voru fyrir bæjarráð á fundi ráðsins í síðustu viku drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir samstæðu bæjarsjóðs. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins rúmum 13% hærri og heildarrekstrarkostnaður er rúmum 8,7% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarafkoma fyrstu níu mánuði ársins er í samræmi við fjárhagsáætlun 2022.