Lögð fram að lokinni auglýsingu skipulagsáætlanir í Viðlagafjöru á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni.
Skipulagsáætlnir voru auglýstar ásamt umhverfismati áætlana á tímabilinu 21. september til og með 1. nóvember 2022.
Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum; Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Umsögn Minjastofnunar kallaði ekki á breytingar á tillögunni og umsögn Náttúrufræðistofnunar ítrekaði fyrri athugasemdir og fallist var á að við þeim hefði verið brugðist. Athugasemdir Umhverfisstofnunar eiga við um deiliskipulagstillöguna.
Í athugasemd Samgöngustofu var bent á að líklega myndu mannvirki fiskeldisstöðvarinnar valda hættu fyrir sjófarendur vegna nálægðar við Urðavita. Vestmannaeyjabær skoðaði þetta sérstaklega og sýndi fram á að þessi hætta væri óveruleg en brást við með því að bæta við skilmála um hámarkshæð mannvirkja. Haft var samráð við Samgöngustofu og Vegagerðina um þessa úrlausn.

Ráðið samþykkir í niðurstöðu sinni breytingartillögu aðalskipulags og deiliskipulag sbr. ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum umsagnaraðila í samræmi við greinargerð sem lögð var fram á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umsögn MÍ.pdf
UST Umsögn um ASK BR og DSK – Viðlagafjara.pdf
NI Umsögn.pdf
Samgöngustofa Umsögn.pdf
A1464-030-U01 Urðaviti og fiskeldi í Viðlagafjöru.pdf
A1464-024-U01 Viðlagafjara aðalskipulagbreyting.pdf
A1464-025-U01 Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru.pdf
A1464-026-U05 Umhverfismatsskýrsla fyrir Viðlagafjöru.pdf
A1464-015-U01 Viðlagafjara Deiliskipulagsuppdráttur.pdf
Greinagerð vegna athugasemda.pdf

Safnahús KRÓ