Mánudaginn 05.12.2022 verður afar áhugaveður fundur í Þekkingarsetrinu þar sem fjórir forvitnilegir fyrirlestrar verða haldnir. Þetta er endurtekning á fyrirlestrum sem Eyjamenn fluttu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu  þann 17-18 nóvember síðastliðin. Þar voru fjögur erindi sem flutt voru af eyjamönnum sem vöktu mjög mikla athygli. Þessi erindi verða nú endurtekin n.k. mánudag klukkan 13::-15:00 og eru allir áhugasamir velkomnir í þekkingarsetrið. Þar min Íris Róbertsdóttir,bæjarstjóri fjalla um hvaða áhrif loðnubrestur hefur á byggðarlag eins og Vestmannaeyjar, Hallgrímur Steinsson,frkvstj Löngu fjalla um áhugaverðar nýjungar sem fyrirtækið er að fara af stað með,Sverrir Haraldsson sviðstj. Vinnslustöðvarinnar verður með áhugavert erindi um þróun í útflutningi á hvítfiski. Að lokum mun Hörður Baldvinsson frkvstj. ÞSV fjalla um rannsóknir á rauðátu við Vestmannaeyjar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.